Sumir hlutir breytast ekki með árunum. Og ef þeir breytast, er það oftast til hins betra. Dæmi um það re Airborne Ranger. Þar sem hann var gefinn út 1988, er hann að verða 20 ára gamall, en er ennþá jafn skemmtilegur og býður enn uppá góða keppni.
Þráðurinn í leiknum er einfaldur. Þú ert U.S. Ranger og verður að klára mismunandi mission út um allan heim, frá ísilögðu landslagi til brennandi eyðimarka.
Það skemmtilegasta og mest krefjandi í þessum leik er ekki þráðurinn, heldur heimurinn. Ólíkt öðrum her-leikjum frá þessu tímabili, Airborne Ranger er ekki einfaldur "hlaupa og skjóta allt sem hreyfist" - leikur. Í fyrsta lagi færðu pakka af þínum eigin útbúnaði fyrir hvert mission. Í öðru lagi býður leikurinn upp á margar mismunandi skipanir og ótrúlega góða gervigreind hjá óvinunum. Óvinur þinn ræðst á þig ef hann sér þig eða heyra skothvell.
Með því að skríða í skurðum og felast á bakvið steina getur þú bjargað þér frá vandræðum.
Einnig ef þú þarft að skjóta af vopni, færðu þig fljótt á nýtt svæði, þar sem óvinir munu heyra hvaðan skotið kom.
Afgangurinn af vopnunum er til dæmis tímasprengja og LAW (Light Anti-tank weapon. Þau eru notuð til þess að eyða hltumum allt frá varnarskýlum til flugvéla.
Að sjálfsögðu mátt þú líka nota þau á óvini ;)
Þegar kemur að grafíkinni, þá er hún ekki jafn slæm og hún virðist á myndunum. Eftir smá stund venstu litunum og byrjar að njóta leiksins. Það er einnig auðvelt að sjórna leiknum, en hljóðið er önnur saga. Mér fannst það besta við hljóðið vera
að það er hægt að slökkva á því. Það dregur niður einkunnina og leikurinn fær samtals 3.