„Þú stendur við endann á vegi fyrir framan litla múrsteinabyggingu. Í kringum þig er skógur. Lítill lækur flóir út úr byggingunni og niður í ræsi.....“
Þetta er byrjunin, byrjunin á Adventure, líka þekktur sem Colossal Cave. En líka byrjunin á öllum ævintýraleikjum eins og við þekkjum þá í dag.
Þessi titill, sögulegur leikur, hefur líka áhugaverða sögu á bakvið sig.
Árið 1973 var skaparinn, Bill Crowther, mikið viðriðinn þróunina á ARPAnet. Hann var, ásamt eiginkonu sinni, mikið í því að kanna hella, og spila „Dreka & Dýflyssur“ (Dungeons & Dragons) reglulega.
Í frítíma sínum könnuðu Crowther hjónin og kortlögðu hluta af „Mammoth“ og „Flint Ridge“ hellakerfinu í Kentucky, fyrir Hellakönnunarsamtókin (Cave Research Foundation).
Á þessum tíma, skildi parið; til að vera nær tveim dætrum sínum ákvað Crowther að skrifa forrit þeim til skemmtunar: Hermi af helli sem hann kannaði, blandað saman við þætti úr fantasíu hlutverkaleikjunum sínum. Þær höfðu mikið gaman af því, og leikurinn var látinn ganga frá vini til vinar, á fyrstu dögum internetsins.
Að lokum, árið 1976, fann forritarinn Don Woods eintak, hafði einnig gaman af því og hafði samband við Crowther til að athuga hvort hann mætti víkka það út. Hann gaf leyfi sitt. Þannig að Woods, sem dáði Hringadróttinssögu (Lord of The Rings), bætti nokkrum dæmigerðum Tolkien þáttum inn eins og Álfum, Tröllum og meira að segja eldfjalli (innblásið af Dómsdyngju). Leikurinn var nú tilbúinn eins og við þekkjum hann í dag.
Svo, hvernig er söguþráðurinn?
Þú ert ævintýramaður, og markmið þitt er að kanna stóran helli, finna og safna eins mikið af fjársjóði og þú getur borið og snúa heim, öruggur og mögulega ríkari.
En gættu þín! Flestir flakkarar sem fara inn hafa aldrei sést síðan....mörg skrímsli og margar hættur leynast í myrkrinu....
Ég veit að þetta lítur út eins og nokkuð einfalt og déjà-vu söguþráður, en þar sem þetta var fyrsti leikurinn að þessari gerð var þetta mjög frumlegt á sínum tíma.
Þú getur fært þig í ellefu áttir, norður-suður-austur-vestur-na-nv-se-sv (north-south-east-west-ne-nw-se-sw) og meira að segja upp og niður með því að skrifa skipanir eins og GO NORTH (fara norður) eða bara N.
Í hvert skipti er þér gefin lítil lýsing á staðnum sem þú ert á, hlutum sem liggja þar og í hvaða áttir þú getur farið.
Mundu að þú þarft að færa þig í leiknum og vera eins og í raunvöruleikanum. Þannig að, ef það er hurð í norður, þá þarftu að opna hana eða þú rekur nefið í hana; og skrímsli sem stendur í sama herbergi og þú mun ekki fara auðveldlega að þér, ef þú ert latur í kringum hann.
Þú getur fengið nytsamleg ráð með því að skrifa HELP (hjálp) hvenær sem er: lítil valmynd kemur með auka upplýsingum, leiðbeiningum og fleiru.
Hvað er meira að segja. Settu andrúmsloftstónlist í spilarann, sestu niður og byrjaðu könnun þína á Stóra Hellinum!
Þessi leikur þarf WinFrotz þýðandann sem er hægt að nálgast í forritahlutanum á síðunni. Auðvelt, ha?
Gangi ykkur vel, ævintýramenn!