Aces Over Europe er þriðji og besti leikurinn í Aces seríunni, sem inniheldur Red Baron og Aces of the Pacific. AOE er einnig besti leikurinn í seríunni þegar það kemur að grafík, býður upp á skyggingar og hærri upplausn.
Aces serían var upprunalega svar Dynamix/Sierra við 'Secret Weapons of the Luftwaffle' seríunni frá LucasArts. Þó að ég hafi aldrei spilað SWOTL, þá ELSKAÐI ég Aces seríuna, sérstaklega Aces over Europe.
Þráðurinn í þessum leik er í grundvallaratriðum sá að þú ert flugmaður sem flýgur annað hvort fyrir US Air Force eða RAF í Seinni Heimsstyrjöldinni. Þú getur spilað í career mode, þar sem þú færð alls konar verkefni, til dæmis stöðva sprengjuflugvélar, berjast á meðan það er verið að ráðast á svæði þitt, eða sprengja á vettvang V2 flauga. Stundum, eftir því sem á líður stríðið, færðu að fljúga í sögulegum bardaga. Ef þér gengur vel, færðu medalíur sem þú getur skoðað í prófælnum.
Ef þú nennir ekki að kafa í campaign mode, þá eru mörg verkefni sem þú getur tekið að þér. Til dæmis, þá geturu tekið loftbardaga á frægum flugmanni frá einhverjum af þessum þrem flugherum í leiknum, og þú getur blandað flugvélum. Þú getur, til dæmis, haft þýskan flugmann á Spitfire, meðan þú ræðst á hann úr Focke Wolfe. Og það kemur mér að flugvélum. Það eru 20 mismunandi vélar, allar með mismunandi einkenni og mismunandi grafík í stjórnklefa.
Þegar þessi leikur kom út árið 1993, voru smáatriðin fullkomin. Að sjálfsögðu er þetta frekar gamaldags núna, með engin áferðarkort og aðallega skyggða marghyrninga, en samt spilast hann mjög vel. Hann er ekki mjög raunveruleikur, en þeir gerðu eins vel og þeir gátu með búnaðinum sem þeir höfðu þá (aðallega 386/486 tölvur með engum 3D hröðlum). Það eru myrkvunir, sólblinda, og hver flugvél hefur sín einstöku flug-einkenni, en það er allt. Það eru mismunandi erfiðleikastig, sem leyfa þér að gera leikinn raunverulegri (til dæmis að hafa takmarkað eldsneyti og lítið af skotfærum og hvort byssurnar geti stíflast).
Fyrst var mjög erfitt að láta þennan leik virka á flestum kerfum, því að hann hafði fáránlega háa minniskröfur. Kassinn segir 4mb af RAM, en hann krefst einnig 600Kb af fríu venjulegu minni, og 1MB expanded memory, sem var erfitt þegar DOS krafðist flestra músar drivera, disk cache forrita, TVÖ CD-ROM drif, EMM386 o.s.frv. Flestar tölvur þurftu boot disk til að fá hann til að virka. Sem betur fer virkar hann vel í DosBox 0.63 á Windows XP! Hann rennur líka frekar vel, þrátt fyrir alla 3D grafíkina, á hröðum tölvum með DosBox sett á hærri tölu af CPU cycles.
Ef þú fílar flughermi, þá ættiru ekki að missa af þessum brautryðjanda. Það er synd að þessi frábæri 220 blaðsíðna manual (aah gömlu góðu dagarnir!) skuli ekki vera hér, en ég held að það myndi eyðileggja skannann minn. :)
--
Virkar á Windows XP með DosBox 0.63, og Windows 95 í DOS Mode (en mjög erfitt að fá hann til að virka án boot disk)