7 Days a Skeptic er mjög gott framhald af 5 Days a Stranger, gerður 2004. Eins og fyrri leikurinn, er þetta einn af mínum uppáhalds ævintýraleik. Án efa þess virði að prófa hann.
Mörgum öldum eftir DeFoe-seturs-atburðinn. Núna er það þjóðsaga. Mannkynið er að fara "þangað sem enginn maður hefur farið áður", og uppgötvun varp-tækninnar fær geimskipið til að ferðast mjög hratt. Vegna vélarbilunar, hefur Earth Federation hannað nýtt forrit sem lagar gömul og ónýt geimskip. Mephistofílearnir eru fyrstir til að prufa forritið. Með 6 liðsmenn, fá þeir verkefnið að skoða Caracus stjörnuþokuna. Nokkrum dögum eftir að þeir lögðu af stað, finna þeir stál-box með nafninu DeFoe á því. Þeir opna það, en það er tómt.
Halda þeir...
ATHUGIÐ: Þessi leikur er ennþá ógeðslegri en 5 Days a Stranger, svo ég myndi ekki mæla með honum fyrir neinn sem ofbauð fyrri leikurinn.