5 Days a Stranger er point&click ævintýraleikur sem var gerður árið 2003 af Fully Ramblomatic. Þessi leikur var fyrsti ævintýraleikur sem ég spilaði, og er ennþá einn af mínum uppáhalds.
Meistaraþjófurinn Trilby fékk meira en hann bjóst við þegar hann braust inn á DeFoe setrið. Ókunnt afl lokaði hann inni með fjórum öðrum. Afl sem gerir hvað sem er til að halda þeim þarna. Fremur jafnvel morð...
Leikurinn er skemmtilegur og þrautirnar geta verið mjög erfiðar. Leikurinn var gerður með forriti sem heitir AGS. Þessi leikur er þess virði að spila hann.
ATHUGIÐ: Myndböndin í þessum leik eru MJÖG ógeðsleg og blóðug. Svo þessi leikur er ekki fyrir viðkvæma. Eða þú gætir lesið "walkthrough" áður en þú spilar, svo að það komi þér ekki á óvart.