1830: Railroads & Robber Barons er turn-based leikur þar sem markmiðið er að verða árangursíkasti járnbrautar-byggingameistarinn í Norð-Austur Ameríku. Hann er byggður á Avalon Hill's borðspilinu sem ber sama nafn.
Þú byrjar á því að velja persónu til að spila, og þú getur stillt erfiðleika-styrkinn. Það eru fjögur mismunandi borð, og þú getur valið að spila á móti allt að 5 tölvu mótherjum. Þú átt svo að ákveða hver á hvað. Það er gert með því að bjóða í sex einkafélög sem eiga landið. Þegar þeim hefur verið skipt upp, þá byrja það að starfa, svo þú þarft að sjá til þess að kaupa mörg hlutabréf í einu fyrirtæki í staðinn fyrir að kaupa eitt í hverju fyrirtæki.
Svo ferðu í fyrstu umferðina. Hér getur þú lagt spor með því að setja þau á kortið, eða breyta þeim sem eru fyrir. Þú getur einnig keypt lestir, boðið í fyritæki sem þú átt ekki og sett upp stöðvar. Þegar þú ert kominn með lest, mun leikurinn sjálfkrafa ætla henni að fara þá leið sem þú munt græða mest á, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur á að velja það. Eftir fyrstu umferðina er það hlutabréfa-umferðin, þar sem þú ferð aftur á markaðinn til að kaupa og selja bréf. Þarna getur þú grætt pening, svo þú skalt fara varlega. Þessar umferðir koma sjaldnar og sjaldnar eftir því sem á líður leikinn.
Leikurinn klárast þegar baróninn verður gjaldþrota eða bankinn. Þá telja allir fjármuni sína og sigurvegarinn er tilnefndur.
Það eina slæma við þennan leik er copy-vörnin. Readme-skráin segir að þú verðir aðeins spurður í fyrsta sinn sem þú spilar leikinn. Það er ekki satt. Þú ert spurður tvisvar í hvert sinn sem þú byrjar nýjan leik eða opnar eldri leik. Þú getur fundið manual&codes í aukaefnis-hlutanum, og ég mæli með því að hafa það opið á bakvið, svo þú getir auðveldlega fundið skrána þegar þú þarft hana.
Þetta er meðal bestu borðleikja-eftirgerð sem ég hef séð. Hann gæti haldið þér svo klukkutímum skiptir! Ég hef heyrt orðróm um tíu klukkutíma spilun á honum, en ég tapa samt oftast á innan við klukkutíma! Ég mæli með því að prófa multiplayer möguleikann, þar sem mér finnst gervigreindin frekar erfið, en þegar þú spilar við annan spilara áttu meiri möguleika á góðu gengi, sérstaklega ef þú ert nýbyrjaður.