Leikurinn gerist í nammilandinu! Það gæti varla orðið betra en það :-) Ég hef ekki fundið neitt sem segir mér HVAÐ persónan er, en það hefur eitthvað með Chupa Chups fyrirtækið að gera (ef þú veist eitthvað um þetta, endilega segðu okkur). Allavegana, þó þetta sé týpískur arcade, þá er það hraðinn sem gerir hann öðruvísi. Allir andstæðingarnir eru frekar auðveldir að sigra, en þeir lifna næstum alltaf strax við aftur, sem þýðir að þú verður að spila hratt! Og það er öðruvísi að hætta. Leikurinn býður upp á 256 lita grafík, og styður "Sound Blaster Compatible" hljóðkort.