Hefur þú einhvern tíman óskað þér einhvers, og óskin rættist? Jæja, ef ekki, þá færð þú nú þann mátt í textabyggða leiknum sem Infocom gaf út árið 1985, Wishbringer. Þegar þú ferð inn í þennan klikkaða fantasíuheim, tekur þú eftir því að það er ekki allt með felldu í litla bænum Festeron. Strax í byrjun leiksins byrjar brjálaði og pirraði yfirmaður þinn að skipa þér til, og þú ættir að komast að því snemma að þú átt slæman dag í vændum.
Verkefni þitt sem póstmaður bæjarins er að koma skrýtnu umslagi til skila til Ye Olde Magick Shoppe. Semsagt ef þú getur fundið búðina áður en hún lokar. Mundu eftir að kíkja annað slagið á kortið, það hjálpar þér að staðsetja þig í þessum heimi. Eins og í öllum textabyggðum leikjum, þá þarftu að sýna athygli, vista, og vista oft. Annars gætir þú lent í þeirri óþægilegu reynslu að deyja og/eða fundið sjálfan þig í þeirri stöðu að geta ekki haldið áfram. Eftir að þú kemur bréfinu til skila og yfirgefur búðina, passaðu þig - það getur verið erfitt að rata í myrkrinu.
Wishbringer hefur sérstakan og óvenjulegan söguþráð, fantasíulegan. Týpísku þemun er hægt að sjá til hliðar við nokkrar frumlegar hugmyndir ... Breiðnefjur? Miðað við það að þessi leikur er texta-ævintýri fyrir byrjendur, þá er hann stutt en skemmtileg skemmtiferð inn í draumaheim, ásóttum af brengluðum martröðum sem koma til lífs vegna nálægðar einhvers dularfulls ills afls. Það eru reyndar mismunandi leiðir til að losna við hið illa, annað hvort með göldrum Draumasteinsins, eða með þinni eigin hugvitssemi. Þú ræður.
Mundu eftir að leita að mikilvægum hlutum sem geta hjálpað þér í verkefnum þínum á leiðinni. Leitaðu eftir vísbendingum, og taktu upp allt sem er ekki neglt niður. Hinar sérstæðu persónur í leiknum munu tala við þig hvort sem þú vilt það eður ei, svo ekki hafa áhyggjur á að missa af mikilvægum samtölum, meðan þú skoðar bæinn vel. Ekki slóra of lengi á hræðilegum stöðum, eða bíða til að komast að því hvort það sé skrúðganga, ef þú heyrir undarleg skóhljóð.
Svo, hefur þú kraftinn til að láta drauma rætast?