Einhverntíman orðið virkilega reiður við lögregluna? Óskað þess að þú gætir kastað eggjum í hana? Þessi leikur leyfir þér að gera það... og svo margt margt fleira!
Þetta er frábær Disney leikur sem hefur fengið of slæma dóma. Eins og nafnið gefur til kynna, þá er hann um eyju þar sem hættuspil eiga sér stað. Að sjálfsögðu ert þú áhættuleikari, fljúgandi áhættuleikari, til að vera nákvæmari.
Þú færð að fljúga alls konar vélum og jafnvel önd (þessi sem verpir eggjum á lögreglubíl). En passaðu þig, það er ekki nóg að komast bara hjá því að klessa vélarnar. Þessi leikur er í rauninni flughermir, en þú færð flugsenur sem þarf fyrir kvikmynd, svo þú verður að fara eftir handritinu. Ef handritið segir þér að brotlenda, þá brotlendiru!!!
Svo þú ættir að fara eftir leikstjóranum, annars velduru því að stúdíóið missir dýrmætan pening! Gleymdu því að vera frjáls eins og fuglinn á himninum! Þú verður að fylgja handritinu og fljúga eins og þér er ætlað! Eftir að þú ert búinn að fljúga, færðu að sjá senuna sem þú varst í (þú færð jafnvel að breyta henni sjálfur)!
Ég myndi gefa þessum leik 4, það eru margir hlutir sem gætu verið bættir í set-builder editor!