Þessi er mikilvægur meðlimur í hinni vinsælu "Sim" fjölskyldu, og það er frekar augljóst við fyrstu sýn. Þessi hefur næstum því sama útlit og maður sér í Simcity, en með nýjum hugmyndum og viðbótum. Jafnvel þó að þessi gæti litið út fyrir að vera leiðinlegur við fyrstu sín, þá er hann mun meira aðlaðandi en maður gæti ímyndað sér. Og treystu mér, að byggja upp árangursríkt bóndabýli er ekki auðvelt :) Það eru margar hliðar sem þarf að sjá um. Til dæmis akrar, að kaupa vélar og fræ, skera upp, selja, kaupa stærri landareign og stækka við sig. En það er ekki allt! Þú getur líka ræktað alls konar búfé, svín, hesta, kýr, kindur... Hvert þeirra hefur sína kosti og galla, svo þú skalt passa að skapa rétt jafnvægi. Þú þarft að fylgjast með loftslaginu og rækta viðeigandi nytjaplöntur. Möguleikarnir eru endalausir. Grafíkin er skemmtileg, og tónlisting og hljóðin - þau eru þokkaleg. Eitt enn, þú finnur líklega ekki fleiri en 256 liti. :) Ef þú fílar Sim-leiki, og hefur spilað slíka leiki áður, þá muntu án efa elska þennan! Tvo hala upp! ;)