Í stuttu máli: Takmark þitt er að eyðileggja skriðdreka anstæðings/andstæðinga þinna með því
að slá inn rétt gildi fyrir skot þitt. Þú vinnur þér inn peninga eftir hverja umferð, fer eftir miðunar-hæfni þinni, sem gerir þér kleift að kaupa mismunandi skildi og vopn. En það er margt fleira hægt að gera, sem ekki er hægt að ræða hér. Þú getur kosið á milli stanslauss-, endurtekins leiks o.s.frv, veðurskilyrða, þyngdarafls o.s.frv. En ég mæli með því að þú látir þær stillingar bara vera, til að byrja með. Þú getur prufað að breyta þeim
þegar þú verður leið/ur á leiknum - sem verður líklegast ekki á næstunni. Multiplayer er, að sjálfsöðgu, möguleiki - allt að 9 leikmönnum. Grafík stillingin er frekar óvenjuleg en góð 360x480 (256 colors). Sorched Earth er ekki fyrsti leikur sinnar tegundar, en hann hefur vissan 'persónuleika'. Því miður er full útgáfa ekki möguleg. Ég veit ekki til þess að nokkur á þessari jörð eigi fullu útgáfuna nema kannski höfundurinn sjálfur.
En það er ekki neitt til að væla yfir, þar sem eini munurinn er sjöundi skriðdrekinn (það eru sex tegundir í þessum). Ég veit ekki hvort að Mr. Hicken selji ennþá leikinn... ef hann gerir það - væri hægt að kaupa fullu útgáfuna til virðingar við hann :)