Þessi leikur er ólíkur öllu sem ég hef nokkurntíman spilað. Þetta er góður og mjög sætur
leikur frá Japan, með manga-fíling í grafíkinni. Mjög góð hugmynd sem hefur verið gerð góð skil í þessum leik.
Söguþráðurinn er upp á þér kominn. Þú ákveður allt í þessum leik og það eru um 76 endingar sem fara eftir ákvörðunum þínum í gegnum leikinn. Þú ert mikill ævintýramaður sem hjálpaði fallandi konungsríki á móti Demon-lord sem sótti að þeim! Launin þín eru árleg laun frá Konunginum sem samsvara 500 gullpeningum. Eins og það sé ekki nóg, en Guðinn sjálfur gefur þér dóttur, senda frá himnum. Barnið er með hreint hjarta og mun gera hvað sem þú vilt að hún geri. Á tíunda afmæli hennar er hún nógu gömul til að skapa sér framtíð.
Þú hefur mismunandi möguleika þegar þú gerir mánaðar-planið hennar. Hún getur unnið sér inn pening, eða þú getur sent hana í skóla til að hún geti fengið betri störf seinna.
Hún gæti farið í ævintýraferðir um ókunn lönd, eða þú gætir farið með hana í frí. Hver þessara
möguleika felur enn fleiri möguleika. Til dæmis getur hún stundað vísindi, ljóðlist, guðfræði,
herkænsku, sverðfimi, bardagalist, galdra, góða siði, lært að mála og/eða danska. Það eru svo
margir möguleikar í leiknum, að hann er aldrei hinn sami í hvert sinn sem þú spilar hann.
Leiknum lýkur þegar dóttir þín nær 18 ára aldrinum. Nú er hún nógu gömul til að taka sínar eigin ákvarðanir, og sumar þeirra.... koma á óvart (ekkert smá!)
Ég gæti haldið áfram endalaust um leikinn, frá grafíkinni sem breytist alltaf (þú munt sjá dóttur þína breytast eftir því sem hún eldist), til allra þeirra möguleika sem þú hefur.
Þú getur gert hana að ævintýramanni (konu) eins og þú, alvöru prinsessu, hermanni, þjófi, galdrakerlingu... og listinn heldur áfram. Mundu að það eru margar mismunandi endingar.
Leikurinn er auðveldur að skilja, það tekur þig um 2 mínútúr að ná honum... undarlegt, en það er einmitt sami tíminn sem það tekur þig að verða algjörlega háð/an honum!
Það er líka alltaf mjög gaman að bera dóttur þína saman við annara manna dætur. Leikurinn er hinn besti tímaþjófur! Og það er líka gaman að sjá hvort að þú yrðir gott foreldri eða ekki ;)