Einhver fer um Lytton borg og drepur fólk á grimmilegan máta, sum morðin eru lík hvoru öðru. Einmitt það sem þú þarfnaðist, nýr brjálæðingur til að hugsa um. En þessi nær að vera einu skrefi framar en þú allan tíman, líkt og hann geti lesið hugsanir þínar... Þú þarft að finna þennan fjöldamorðingja, en hefuru hugrekkið?
Síðasti af upprunalegu Police Quest leikjunum. Open Season notar alvöru leikara í staðinn fyrir teikningar, sem gerir leikinn raunverulegri. Sum atriðin í leiknum eru það vel gerð, að þú hugsar með þér hvernig í ósköpunum þeir náðu að fá slík gæði út úr lélegri upplausn.
Leikurinn er drungalegur og spennandi að spila, og miðað við útgáfuár er það auðvelt fyrir mig að gefa honum fimmu.