Þú gætir hafa haldið að allt væri orðið gott, núna þegar Death Anger er ekki lengur ógn, en friður er sjaldséður á þessum erfiðu tímum. Bróðir Jesse Bains er á höttum eftir hefnd. Þú tókst bróður hans, svo hann tekur konuna þína! Það er þitt að koma á frið aftur í borginni Lytton, og að koma vondu köllunum á bak við lás og slá. Þessi þáttur af seríunni er myrkur, dularfullur, grimmilegur og geðveikislegur… Sonny þarf að taka á sínu og meira til, til þess að halda lífi.
Einkunnin er fjórir vegna grafíkarinnar. Leikurinn er byggður á alvöru störfum lögreglunnar, og þeir hafa reynt að láta leikinn líta út sem raunverulegastan. Það er frábær hugmynd, en mér finnst þeir ekki hafa náð því nógu vel. Leikurinn er samt skemmtilegur að spila í gegnum, og býður uppá marga klukkutíma af spennandi spilun. Varðandi stjórnun í leiknum, þá er honum algerlega stjórnað með músinni.