Pinball Dreams 2 er, augljóslega, framhaldið af hinum mikið lofaða Pinball Dreams. Framhaldið
færir okkur 4 ný borð með mörgum möguleikum á hverju! Borðin eru kölluð: Neptune, Safari,
Revenge of the Robot warriors og Stallturn. Þú sérð screenshot af hverju borði hér til hægri.
Hvert borð býður uppá einstakt þema og einstaka upplifun. Ef þú ert pinball aðdáandi munt þú ekki verða leið/ur á þessum leik neitt á næstunni. Ef ég ber þennan leik saman við fyrri leikinn, þá er búið að bæta grafíkina og hljóðið. Borðin eru mjög stór og það er margt að uppgötva á hverju þeirra. 4 í einkunn fyrir skemmtilegan leik, hljóð og grafík, en það er ekkert nýtt við hann! Ef þú ert hrifin/n af pinball leikjum og hefur ekki prófað
þennan, þá munu þessi 4 borð tryggja þér marga klukkutíma af skemmtun!