Leikurinn Maniac Mansion var gerður af LucasFilm árið 1988, og var hugmyndin fengin frá sjónvarpsþætti sem hét sama nafni. Maniac Mansion Deluxe er endurgerð, gerð af LucasFan árið 2004. Endurgerðin hefur sömu sögu og persónur, en býður uppá betri grafík.
Ef þú þekkir ekki söguna, svona er hún.
Fyrir 20 árum hrapaði halastjarna í bakgarðinn hjá Dr. Fred Mansion. Stjörnuhrapið spillti huga hans, og hann hefur verið að skapa djöfullega hluti síðan. Til að klára síðasta verk sitt, rændi hann Sandy. Sandy er kærasta aðalpersónunnar.
Ég þarf nú ekki að minnast á það, að þú (Dave) þarft að bjarga Sandy frá brjálaða vísindamanninum. Þú velur tvo aðra meðlimi klíkunnar þinnar, og þið þrjú þurfið að komast yfir allar hindranirnar. Hvert ykkar hefur sína hæfileika, og sagan hefur mismunandi endingar, eftir því hvern þú velur. Bernard er skræfa og nörd sem getur lagað allt. Razor og Syd hafa tónlistargáfu. Michael er kvikmynda-nörd. Wendy er rithöfundur. Og Jeff er... uhm.... hann stundar brimbretti. Þegar þú velur hópinn þarftu að muna að hafa jafnvægi. Andstaðan er Weird Ed (sem er í rauninni að reyna að stoppa stirnið sjálfur), Nurse Edna, og að sjálfsögðu Dr.Fred sjálfur. Þú munt líka hitta grænan og fjólubláan kolkrabba í húsinu. Ef þetta hljómar kunnulegt, þá er það af því að þetta eru sömu kolkrabbar og Bernard hittir í framhaldi Maniac Mansion - Day of the Tentacle.
Eitt það besta við þennan leik er að íbúarnir á setrinu lifa sínu eigin lífi. Þau labba alltaf um húsið, svo þú hittir þau hvar sem er. Maniac Mansion gjörbylti leikjaheiminum með því að vera fyrsti leikurinn sem er stjórnað með mús. Endurgerðin er fínn virðingarvottur við gamla leikinn.