Í Magic Pockets stýrir þú litlum dreng sem hefur óendanlega stóra vasa. Hann getur kastað alls kyns hlutum úr þeim, og safnað hverju sem er og geymt þar.
Það eru fjögur mismunandi umhverfi. Þú byrjar í hellunum, þar sem óvinirnir eru ekkert svakalega hættulegir, en allt verður erfiðara eftir því sem á líður á leikinn! Seinna, þegar þú ert kominn í frumskóginn, vötn og fjöll, þá verður þetta stundum nærri því ómögulegt. Sem betur fer býður leikurinn upp á kóða, sem birtist í hvert sinn sem þú klárar borð, og þú getur slegið hann inn hvenær sem er í leiknum með því að ýta á F2 lykilinn. Þetta gerir þér kleyft að byrja borðið aftur með fullt hús lífa, ef þú skyldir nú klára þau (þau eru 3).
Hlutirnir sem þú kastar úr vösunum eru notaðir til að ráðast á óvini, og þeir eru mismunandi á hverju borði. Í hellunum, þá líta hlutirnir út eins og bláber, aftur á móti í frumskóginum er það sykurull, sem bráðnar eftir vissan tíma. Þar sem það bráðnar í sætt vatn, er hægt að nota það til þess að láta plöntur verða að trjám. Á vatninu eru það ísmolar, og í fjöllunum snjóboltar.
Það eru mismunandi aðferðir til að ráðast á aðra. Venjulega aðferðin er að kasta hlutum úr vösunum. Þú getur gert það einfaldlega með því að ýta á takka. Ef þú heldur honum niðri, þá nærð þú óvininum og þú getur drepið hann einfaldlega með því að labba yfir. Það skilur leikfang eða sælgæti eftir, sem gefur þér aukastig. Þú getur líka hlaðið hnefann til hins ítrasta, hoppað, og þá getur þú hoppað hátt og snúist. Meðan þú snýst getur þú drepið óvini með því að snerta þá.
Það eru líka nokkur aukavopn sem þú getur fundið, eins og leysigeisla-hjálmur, sem gerir þér kleift að skjóta leysigeislum á óvinina, eða stál-hjálmur, sem gerir þér kleift að drepa óvini með því að ganga yfir þá.
Grafíkin er mjög falleg, en hljóðin eru ekki það sérstök, markast við nokkur hljóð þegar þú hoppar og lemur. Tónlistin er aðeins í introinu og main menu, á meðan það er engin tónlist í leiknum sjálfum. Vegna þessa, gef ég leiknum einkunnina 4.
Samt sem áður, þetta er án efa skemmtilegur og ánetjandi leikur, og þú ættir að prufa þennan ef þú ert hrifinn af hoppiskoppi-leikjum.