Hefur einhver sagt þér að þú sért virkilega djöfullegur? Jæja, í þessum leik getur þú leikið djöfulinn - lítinn djöful.
Þú ert lítil rauð vera sem heitir Mutt, og þarft að rata í gegnum völundarhús. Leiðin er frekar flókin, sérstaklega vegna þess að þú getur ekki snúið þér neitt nema á krossgötum (svo þú mátt ekki ruglast á hægri og vinstri).
Líkt og í öllum völundarhúsum, er aðal markmiðið að komast út - jafnvel þó þú þurfir í byrjun að berjast til þess að komast inn! Til þess þarftu að fara í gegnum nokkur herbergi og vinna á hindrunum þar.
Oft munt þú ekki vita hvað þú átt að gera í herberginu. Venjulega vantar þig einhvern hlut. Þú getur keypt búnað í herbergi í byrjun hvers borðs, en til þess að kaupa þarftu peninga, sem þú finnur liggjandi í völundarhúsinu.
Þessi leikur er skemmtilegur og hefur sæta grafík, svo ég held að hann muni skemmta þér á löngum, þokukenndum vetrardögum. Það er betra að leika Djöfulinn heldur en að verða einn!
MIKILVÆGT:
Til að spila leikinn VERÐUR þú að setja leikinn upp með DOSBox eða hreinu DOS!!