Þessi leikur var gerður tveimur árum eftir að vel þekkt samnefnd teiknimynd kom út. Teiknimyndin var ein af þeim bestu og árángursríkustu Disney myndum sem gerð hafði verið, og leikurinn er ekki síðri.
Hann hefur stafræna tónlist og tal, sem við vorum svo hrifin af árið 1996, og svo er frábær, litrík grafík. Þú leikur hinn unga Simba. Leikurinn er frekar einfaldur og augljós; þú hleypur um skóginn og forðast hindranir og vondar verur sem geta verið hættulegar.
Eftir því sem á líður leikinn, stækkaru og öskrið þitt verður kraftmeira, og loppan verður einnig sterkari. Alltaf annað slagið eftir borð þarftu að vinna endakall. Það versta við leikinn er að hann verður frekar einhæfur eftir smá stund, og þegar þú deyrð, þarftu að byrja leikinn frá byrjun. Það getur verið frekar pirrandi, sérstaklega ef þú ert kominn á erfiðari borð.
Semsagt, þetta er frábær leikur fyrir krakka sem njóta litríkrar grafíkar og vilja skemmta sér :)