Sum ykkar munu líta á útgáfuár leiksins og hugsa; "Neei, King's Quest var gerður árið 1983, en EKKI árið eftir!"... Satt, en það var gert af IBM en ekki Sierra, sem tók yfir það árið 1984 og gaf út nýja útgáfu, sem þið finnið hér. Þannig byrjaði besta ævintýri allra tíma. Police Quest, Space Quest og jafnvel Leisure Suit Larry eru öll börn þessa fyrsta leiks.
King's Quest: Quest for The Crown gerist í landinu Daventry, þar sem þú (Sir Graham) ert kallaður á fund Edwards Konungs. Þú ert sendur í erfitt ævintýri til að sækja þrjá töfragripi og gefa Edwardi Konungi, til að sanna þig verðan þess að verða næsti konungur. Á leiðinni þarft þú að klára hliðar-þrautir til þess að komast í gegnum leikinn. Sagan gæti virst nógu einföld, en ekki láta blekkjast. King's Quest er mjög erfiður leikur, en um leið og þú fattar grundvallaratriðin ertu á góðri leið til að sigra forföður margra ævintýraleikja.
Enginn hefði getað ímyndað sér áhrifin sem þessi litli leikur hafði á leijaunnendur út um allan heim, en það varð fljótt augljóst að þeir þyrftu nú að gera framhald.. og þannig byrjaði hin frábæra saga Sir Grahams frá Daventry!