Sum ykkar munu líta á nafn framleiðandans og hugsa; "Neei, King's Quest var gert af Sierra, allir vita það!"... Satt, en þeir gerðu aldrei VGA endurgerð af leiknum. Þessi útgáfa var gerð af AGD Interactive, fyrirtæki sem var stofnað af aðdáendum Quest-flokksins. Og þannig varð eitt besta ævintýri allra tíma endurfætt.
King's Quest: Quest for The Crown gerist í landinu Daventry, þar sem þú (Sir Graham) ert kallaður á fund Edwards Konungs. Þú ert sendur í erfitt ævintýri til að sækja þrjá töfragripi og gefa Edwardi Konungi, til að sanna þig verðan þess að verða næsti konungur. Á leiðinni þarft þú að klára hliðar-þrautir til þess að komast í gegnum leikinn. Sagan gæti virst nógu einföld, en ekki láta blekkjast. King's Quest er mjög erfiður leikur, en um leið og þú fattar grundvallaratriðin ertu á góðri leið til að sigra forföður margra ævintýraleikja.
Enginn hefði getað ímyndað sér áhrifin sem þessi litli leikur hafði á leijaunnendur út um allan heim, en það varð fljótt augljóst að þeir þyrftu nú að gera framhald.. og þannig byrjaði hin frábæra saga Sir Grahams frá Daventry!
VGA endurgerðin sem fæst hér á síðunni er hreint út sagt frábær! Engin orð geta lýst muninum á því hvernig leikurinn spilast, grafíkinni og tónlistinni. Maður verður að heyra tónlistina til þess að geta trúað þessu. Leikurinn á skilið pláss á hverri einustu tölvu sem til er!