Þegar ég segi parser-based, sextán-lita ævintýra-trílógía frá byrjun tíunda áratugarins, hvað haldið þið? Nei, þetta er ekki Sierra leikur. Þessi er eins manns verkefni, eftir David Gray. Það sést glöggt að þetta sé gert af aðeins einum manni, samt eyðileggur það ekki skemmtunina.
Hugo trílógían byrjar þegar Penelope, kærastan þín, týnist. Hún sást síðast í húsi þar sem hún var að passa börn. Þar byrjar þú. Hryllingshúsið. Þú kemst að því að íbúarnir hafa tekið hana fasta þar inni, og það er þitt að bjarga henni. Þar hittir þú fyrir sumar persónur sem munu birtast seinna í trílógíunni.
Þegar þú hefur bjargað kærustunni þinni, ákveðið þið að taka ykkur frí frá ævintýrum ykkar og fljúga til Evrópu, til Horace, frænda Hugo's. En en sá hryllingur, hvað sjáið þið þar? Horace frændi var drepinn. Til að toppa það allt, þá hverfur Hugo líka. Nú er það hlutverk Penelope að leysa morðgátuna, en grunaðir eru margir. Hún þarf líka að finna Hugo, þar sem hann hvarf.of natives, of which the witch doctor has a little monthly problem, an elephant and more.
Eftir að hafa leyst morðgátuna, fljúga þau tvö heim aftur, en þau festast í skrýtnum segulstormi, og flugvélin brotlendir í frumskógi í Suður-Ameríku. Meðan Hugo reynir að laga vélina, fer Penelope að skoða sig um, en svo óheppilega vildi til að hún var bitin af könguló og hefur aðeins fjörtíu og átta klukkustundir til að ná í mótefnið, eða hún mund eyja. Örlög hennar eru á öxlum Hugo's. Í skoðunarferð hans, hittir hann gamlan vin, sem er innfæddur í bæ nokkrum þar sem galdralæknirinn hefur lítið mánaðarlegt vandamál, fíll og fleira.
Grafíkin í trílógíunni lítur ekki sem best út, en það sést greinilegur bættur munur á kafla til kafla. Þegar þú spilar leikinn, truflar það heldur ekki mikið. Þetta er nógu skemmtilegt. Þrautirnar eru krefjandi, en ekki hryllilega krefjandi, og það er góður skammtur af húmor þarna. Númer tvö er frekar erfiður á köflum, en allt í allt er þetta langt frá því að vera ómögulegt, og endirinn er þess virði. Allir elskendur ævintýraleikja annað hvort þekkja þessa leiki eða ættu að kynnast þeim.