Já, það er satt - sá eini sanni Grand Theft Auto eftir BMG er á síðunni. Ef þú veist ekki hvað GTA er, leyfðu mér að segja þér að þetta er fyrsti partur af mest seldu leikjaseríu í heiminum. Eftir fyrsta GTA, voru 5 aðrir gefnir út.
Í GTA leikurðu lítinn smákrimma sem getur annað hvort tekið að sér smá störf fyrir yfirmenn undirheimanna, eða bara látið eins og brjálæðingur og drepið alla í sjónmáli. Til þess að klára leikinn, og til þess að komast upp í aðrar borgir með fleiri tækifærum, þarftu að klára smá verkefni eins og að ræna bílum, sprengja upp lögreglustöðvar eða drepa einhvern. Listinn heldur áfram.
Til að klára hvert borð (borg) þarftu að safna viss mörgum punktum sem þú færð fyrir að klára mismunandi verkefni. Þannig að ef þú vilt vera fljótur í að klára leikinn, gerðu þá verkefnin. Það getur hins vegar verið miklu skemmtilegra að drepa fullt af fólki og stela bílum!
Versta martröð hvers bófa er að vera eltur af lögginni, sem þú munt lenda í ef þú drepur allt sem hreyfist. Samt sem áður er það einn af skemmtilegustu hlutunum í leiknum. Að stela bíl fyrir framan og lenda í brjáluðum eltingaleik er svo skemmtilegt, að þú getur varla trúað því fyrr en þú hefur reynt það. Ef þú lifir það af nógu lengi, og gerir eins mikinn skaða og hægt er, þá endar þú með Sérsveitina á hælum þér.
Besti partur leiksins, sem er geðveikur, er Multiplayer möguleikinn. Í multiplayer death match spilar þú á móti öðrum leikmönnum, og safnar stigum. Þið ráðið hvað það eru mörg stig sem þarf til þess að vinna, og þið veljið borg. Í death match möguleikanum getið þið annað hvort drepið saklaust fólk sem er í göngutúr, eða byrjað "klíkustríð" á móti hinum leikmanninum / leikmönnunum. Þú færð ekki mörg stig fyrir að drepa annan leikmann, en þú getur montað þig á því hérna á Abandonia.com foruminu, í multiplayer hlutanum ;)
Grafíkin í leiknum er frábær. Til dæmis, þegar þú tekur 180 gráðu handbremsu-beygju yfir lík, þá verða bremsuförin rauð. Það eru margir litir sem láta leikinn virka mjög lifandi. Það eru margs konar bílar sem þú sérð. Þú getur stolið leigubílum, slökkviliðsbílum, lögreglubílum, mótorhjólum, sportbílum og svo framvegis. Hljóðin eru mjög góð. Bremsuhljoð og suð í talstöð lögreglunnar í bakgrunni allan tíman. Leikurinn er fullur af ljótu tungumáli, sem er bara fyndið. Það versta við þennan leik er stjórnunin, sem er frekar erfitt að ná taki á. Það er bara vegna sjónarhornsins, sem er að ofan, getur verið frekar pirrandi. Það er eina ástæðan fyrir því að leikurinn fær fjögur stig af fimm mögulegum!