Gobliiins var einn af þessum leikjum sem gaf mér alltaf höfuðverk, en var alltaf ávanabindandi og skemmtilegur. Þessi leikur var (og er örugglega ennþá) fullur af böggum. Það var einhvers konar runa eða lykilorð sem þurfti að slá inn áður en maður byrjaði, og ef maður gerði það vitlaust, fraus tölvan. Þetta var líka algengt í spiluninni sjálfri. Ég man eftir því að hafa skemmt endurræsingartakkann vegnaofnotkunar á meðan ég var að spila Gobliiins ;)
Samt sem áður, ef maður lítur framhjá öllum göllunum, þá er þessi leikur mjög frumlegur, og vel gerður. Þú stjórnar 3 goblinum, hver einasti þeirra sérstaka eiginleika. Til að klára hvert borð, þá þarftu að gera ýmis verkefni. Sumar þrautirnar eru auðveldar, en sumar þarfnast þess að þú sleppir rökvísinni, og notir ímyndunaraflið :) Ekkert af borðunum og verkefnunum eru eins, og landslagið er mjög fjölbreytt, þannig að leikurinn verður aldrei leiðigjarn. Grafíkin er myndaleg og mjög rík af smáatriðum. Hins vegar, þá er hljóðið ófullnægjandi þannig að það er annar galli, en þar sem þetta er ævintýra- / þrautaleikur, þá er það ekki bráðnauðsynlegt. Þannig að, þessi leikur er algjör nauðsyn fyrir alla ævintýra- / þrautaunnendur!