Söguþráður DreamWeb minnir mig oft á The Matrix, bara ekki jafn útpældur. Drauma-vefurinn er það sem heldur heiminum saman, en sjö öfl ills eru að fara að eyða honum. Þú, Ryan, ert valinn til að bjarga honum og vernda heiminn. Leikurinn gerist í frekar týpískum framtíðar-heimi, þar sem allt er eyðilagt og flestu er stjórnað af vélum.
Sagan flækist og er frekar gaman að spila. Eins og flestir ævintýraleikir, er að sjálfsögðu nóg af blindgötum, og þú verður að hugsa um annað en það augljósa. Þessi leikur er með grafík þar sem þú sérð ofan á það sem er að gera, og það lítur oftast frekar vel út, og nær svo sannarlega að skapa rétt andrúmsloft.
Tengillinn getur stundum verið frekar vandasamur. Ég skil ekki alveg af hverju leikurinn gerist á pínulitlum parti af skjánum, meðan restin er risastór mynd af persónunni þinni. Það eru hundruðir af ónauðsynlegum hlutum sem þú getur skoðað, svo þú gætir lent í því að eyða miklum tíma í að skoða hluti sem þú þarft ekki. Þegar þú notar tölvuna í leiknum, þá eru skipanirnar ekkert allt of augljósar, og án manual gætiru eytt klukkustundum saman í að giska, svo ég segi þér það núna, þú þarft Logon, List og Read.
Þetta mun ekki taka langan tíma. Þegar þú hefur drepið fyrsta aflið af sjö, þá ertu ekki lengi að ná restinni. Ef dökkir, niðurdrepandi ævintýraleikir eru fyrir þig, þá ætti þessi að ná haldi á ímyndunarafli þínu og halda þér uppteknum um stundarsakir.