Origin gerði allt sem þeir gátu til að gera fullkominn action-leik, og gátu auðvitað ekki komist hjá því að hafa meira en bara skotbardaga. Crusader: No Remorse er isrometic action leikur meðherkænsku elementum kastað inn. Þú leikur leigumorðingja kallaðan "silencer" sem vann
fyrir WEC (World Economic Consortium), en skipti um hlið þegar WEC ákvað að þú og vinir þínir
væru ekki nauðsynlegir lengur. Grafíkin og spilun leiksins bæta upp lélegan söguþráð.
Þessi leikur er í rauninni frekar léttur, þú færð pakka af vopnum og allt sem þú þarft að
gera er að komast frá einni hlið borðsins yfir á aðra með því að drepa eins marga WEC starfsmenn og þú getur. Eins einfalt og þetta hljómar, þá er samt viss kænska sem þú þarft að beita til að komast í gegnum borðið. Oftast endar maður með því að spila hvert borð nokkrum sinnum þangað til maður kemst yfir það, getur verið mjög erfitt á tíðum. Vopnin í leiknum eru frá rifflum til EMP sprengjna, sem þú færð annað hvort með því að finna þær á leiðinni, eða kaupir í milli-borðum með peningum sem þú finnur á óvinum (dauðum, að sjálfsögðu).
Tónlistin í leiknum er góð, allskonar techno taktar sem gera frábært andrúmsloft,
en getur orðið frekar pirrandi þegar þú hefur heyrt sama lagið nokkrum milljón sinnum.
En passaðu þig, þessi leikur getur orðið mjög ánetjandi, svo þú skalt hafa mat og vatn nálægt þér!
ATHUGIÐ: Til að spila þennan leik VERÐUR þú að nota DOSBox (sjá Forrit síðuna okkar) og þú
VERÐUR að mount-a leikinn á C drivi (D, E, F o.s.frv virkar ekki).