Þessi leikur setur þig í hlutverk rómversks keisara. Verk þitt er að sjálfsögðu það að taka yfir heiminn! :) Leikurinn er rosalega ávandabindandi, og ekki láta það koma þér á óvart ef þú spilar hann klukkustundum saman eftir að þú afþjappar skránni og keyrir leikinn! Eini gallinn við hann er lengdin. Með smá heppni, og grunnþekkingu á leiknum, þá gætirðu náð að klára hann á nokkrum klukkustundum á byrjendastiginu. Hins vegar, ef þú spilar hann á erfiðara stigi, þá muntu verða fyrir vonbrigðum þar sem ekkert breytist, fyrir utan fjölda og stærð óvinaheranna. Samt sem áður, þá hefur hann frábæra VGA grafík, áhugaverð diplómatísk samtöl á milli þjóða, rauntímabardaga, herkænskukort af heiminum o.s.frv. Sæktu hann og sjáðu sjálfur, þú munt örugglega ekki sjá eftir því! Þetta er klassík! :)