Castle Adventure er goðsögn. Ég man eftir því að hafa spilað það þegar ég var lítill krakki....
Ég komst aldrei mjög langt í því að segja sannleikann vegna þess að fjárans snákurinn sendi mig alltaf í heimsókn til Guðs.....
En það sem mér fannst virkilega flott var grafíkin.
Grimmir risar litu út eins og brosandi andlit. Fölar vampírur litu út eins og spaðar. Ljótar könglulær litu út eins og stjörnur. Álfar litu út eins og deilingarmerki. Og margt fleira.
Castle Adventure er skemmtilegt textaævintýri hannað af Kevin Bales, og seinna stolið og gefið út ólöglega af Keypunch Software sem hluti af "Swords and Sorcery" pakkanum þeirra, undir nafninu "Golden Wombat".
Castle innihélt umhverfi sem var nokkuð gott í PC tölvum ársins 1984, þar sem allt var gert úr ASCII táknum, og eftirlét því notandanum mestu grafíkvinnuna....
Þetta var tími þar sem tölvan gaf manni bara beinagrind af veru, lítið tákn, sem varð svo í huga manns að einhverju mjög nákvæmu, eins og það hefði komið úr blýantinum hjá John Howe eða Ted Nasmith. Það var a.m.k. þannig fyrir mig.
Skipanirnar eru byggðar á örvum fyrir hreyfingu, og inslætti á lyklaborð fyrir sérstakar aðgerðir, eins og „look fountain“ eða „show cross to vampire“.....túlkunarkerfið passar vel, þó það sé svolítið takmarkað (ekkert miðað við það sem Infocom var með).
Söguþráðurinn: Þú ert ævintýramaður (nei?), leitar að fjársjóðum (í alvörunni?) í hræðilegum og skrýmsla-fylltum kastala (vá, ég skelf!), en það er ekki allt: þú ert meira að segja fastur þar og þarft að finna leið út (en, hvur ********, vertu heima!)!!
Viðurkennum það: flestir leikir frá þessum tíma höfðu svolítið lélegan söguþráð. En fólki var sama, og spilaðu þá. Og spilaði. Og spilaði jafnvel meira. Hvers vegna? Vegna þess að þeir voru ERFIÐIR, svo sannarlega. Þú getur mest náð 1550 stigum, þó að þú getir klárað með minna.
Ég gef honum 4, vegna þess að ég á góðar minningar frá honum, jafnvel þú hann eigi skilið að fá 3,5 vegna þess hvað það er auðvelt að deyja....
Njóttu hans, og vinndu hann ef þú getur!