Cannon Fodder er leikur með attitude. Notar stríð, bætir við twisted húmor og útkoman er frasi sem flestir hafa líklega heyrt - "Stríð hefur aldrei verið svona skemmtilegt!"
Ekki skilja það þannig að þessi leikur mæli með stríði, það er í rauninni andstæðan - það
gagnrýnir það. Takmark þitt er oftast "Drepa alla óvini" eða "Drepa alla óvini og eyðileggja
byggingar". Það kemur ekki fram hversvegna eða hvern, en hverjum er ekki sama, ha? Stig þitt kemur fram sem Heima: Away ratio. Heima er númerið af óvina-hermönnum sem þú drapst, og Away tala látinna úr þínu liði. Til að klára mission, verðuru að velja lið af 2-8 mönnum.
Stjórnun leiksins er mjög einföld - með því að klikka vinstri músarhnapp á skjáinn mun
hermaðurinn þinn reyna að ná hlutum, með því að hægrismella skjóta þeir af vélbyssum, og með því
að ýta á hægri og svo vinstri henda þeir grenade eða skjóta eldflaugum (ef þú hefur fundið þannig á leiðinni). Því fleiri óvini sem þú drepur með einum hermanni, því betri stöðu fær hann. Hærri staða, því hraðar skýtur hann og hreyfist. Þú kemst líka inn í mismunandi farartæki og getur stýrt þeim. Eftir hvert vel heppnað mission færðu betri útbúnað. Umhverfið er mjög fjölbreytt. Þú berst í frumskógum, eyðimörk, bæjum, í snjó, vatni o.s.frv. Hljóðið er ekkert sérstakt, þó að tónlistin sé býsna svöl. Það eru nokkrir minniháttar böggar og villur en ekkert sem truflar mann of mikið. Semsagt, þessi leikur er sannkallaður klassík og án efa á topp 20 listanum mínum yfir bestu gömlu leikina. Prófaðu þennan!