Brutal: Paws of Fury var Mortal Kombat klón gert af Gametek árið 1995. En þetta er Windows 2000 endurgerð, gerð af aðdáanda leiksins. Alveg jafn góður og Mortal Kombat, og gefur góðan skammt af erfiðleika og skemmtun.
Dhalai Llama hefur opnað bardagaskóla. Þú verður að vinna þig í betri stöður, og berst á endanum við Dhalai Llama sjálfan.
Þú getur valið um marga mismunandi persónur til að berjast við, öll dýr, sem gefur leiknum sætan blæ. Mortal Kombat, éttu úr þér hjartað. Það ætti ekki að vera erfitt að velja uppáhalds dýrið þitt til að berjast með. Þú hefur val allt frá hérum til ljóna, refa og jafnvel hana.
Grafíkin í leiknum er æðisleg, skapar fullkomna teiknimyndalega tilfinningu í leiknum. Hver persóna stendur á tveimur fótum og hefur sinn eigin bardagastíl, hvert og eitt fyndið að horfa á. Eftir hvern bardaga, lærir persónan þín nýjar sérstakar hreyfingar sem gerir leikinn frekar auðveldari. Persónan hefur sex aðal-árásaleiðir og nokkrar séstakar hreyfingar. Til allrar hamingju eru þessar hreyfingar ekki erfiðar.
Leikurinn er fullt af action og hraða, sem gerir þetta stundum svolítið erfitt, að fylgjast með andstæðingnum.
Tónlistin er góð, en frekar venjuleg fyrir flokkinn. Pottþétt leikur þess virði að skoða!
Athugið, ef þú ert hvattur til að breyta í 640x480 upplausn, passaðu þig á að ýta á réttan hnapp. Ef þú ýtir á einhvern annan, lokast leikurinn. Beta 2 update er með nokkrar nýjar hreyfingar og sérstaka effekta.
Screenshot fengin lánuð af http://brutal.harmlesslion.com