Ég verð að segja eins og er, ég hafði aldrei spilað þennan leik áður en ég ákvað að skrifa um
hann á Abandonia. Einnig verð ég að viðurkenna að ég er ekki mikill aðdáandi skotleikja, þar sem mér finnst þeir aðeins krefjandi í fyrsta sinn sem ég spila á. Eftir það missi ég algjörlega áhugann! (Spilað einn.... spilað þá alla....)
En samt, Blood er öðruvísi! Ég hreint og beint elska þennan leik!
Þú spilar Caleb, vampíru með stæla, sem hefur nýlega verið endurvakinn. Til þess að halda lífi
þarftu að berjast við mismunandi skrímsli eins og axar-zombie eða drauga með vélbyssur, og þú étur hjörtu þeirra til þess að fá meira líf ;o)
Grafíkin í leiknum er mjög góð miðað við þennan tíma (taktu eftir smáatriðum í bakgrunninum), og tónlistin endurspeglað andrúmsloftið í leiknum; drungalegt og freaky. Blandaðu því með hrikalega brjáluðu vopnabúri (eins og tvöfalda eldflauga-palla!), krefjandi kort og nóg af leyndarmálum til þess að uppgötva, og þú hefur efniviðinn fyrir fyrsta flokks 3D shooter...
En sönn göðsögn þarf meira bragð í leikinn. Blood, eins og Duke Nukem 3D, notar "cheesy" frasa til að ná því. Og trúðu mér, það virkar!
Ef þú fílar leiki þar sem eina reglan er að valda sem mestum skaða meðan þú hlærð þig máttlausan
eins og brjálæðingum (bæði í leiknum og meðan þú spilar hann), þá leitar þú ekki lengur! Þetta
er leikurinn fyrir þig!
Þetta er eyðilegging uppá sitt besta!