Fyrsti B.A.t leikurinn fékk það mikið lof, að það var aðeins sjálfsagt að gera framhaldið. Framleiðendurnir héldu öllu því góða við upprunalega, á meðan þeir löguðu hljóðið, grafíkina og söguþráðinn.
Og talandi um söguþráðinn... Á plánetunni Shedishan eru sum fyrirtæki að reyna að ná einokun á sumum mikilvægum efnum.B.A.T stofnunin hefur sent leynilegan njósnara til að rannsaka það. Meðan hún rannsakar þetta, er ráðist á hana, og líf hennar er í hættu, svo það er tími til kominn að þú skarist í leikinn.
Þú getur breytt persónu þinni eða valið að spila sem sjálfgildur njósnari.
Fyrsta verkefni þitt er að finna upprunalega B.A.T. njósnarann, þar sem hún verður tengiliður þinn. Þú finnur hana eina á hótelherbergi, á rúminu, að bíða eftir þér. Hún sendir þig í þína fyrstu sendiför, og lætur þig fá passann sem þú þarft fyrir þetta verkefni.
Þú hefur ennþá alla þessa litlu skjái sem birtast innan stóra skjásins; og eins og týpískt er fyrir 2D point-and-click leiki, þá breytist músarörin eftir því hvernig þú getur notað / gert hluti.
Til að fara á milli borgarhluta þarftu bíl, en þú getur leigt einn á hverri VIA stöð. Ekki keyra of hratt, þá verðuru stoppaður og þarft að borga sekt. Það eru spilavíti þar sem þú getur grætt pening, eða þú getur ráðist á og stolið peningum af fólki; en þér verður hent í fangelsi ef þú næst og þú tapar dýrmætum tíma! Mundu að passa ástand þitt - B.O.B-ið á höndinni sýnir ef þú þarft að sofa, borða eða drekka.
Fyrir þá sem elskuðu upprunalega leikinn, þá er þessi frábær. B.A.T. II er vís til að vinna nýja aðdáendur, vegna bættrar grafíkar, hljóðs og söguþráðs.