Ég man eftir þessum leik, gömlu góðu dagarnir með C64 (þú veist, áttundi áratugurinn, þegar það voru fullt af stelpum í blautum stuttermabolum að auglýsa bjór og hraðskreiða bíla). Ég spilaði þennan leik oft, en án leiðbeininganna skildi ég ekkert. Þess vegna náði ég í walkthrough fyrir leikinn (ég skrifaði hann ekki sjálfur - of latur).
BAT er blanda af RPG og ævintýri. Þú ert í framtíðarheimi, þar sem þú, leynilögga, þarft að
stoppa Vrangor frá illum laumráðum hans. Fyrst af öllu, þá þarftu að kúka. Treystu mér. Farðu á klósettið. O.K, nóg af djúpum insæis-ríkum bröndurum. Til að hreyfast, hreyfðu músina þangað til að hún breytist í ör. Færðu þig þá í þá átt, einfalt mál. Þetta er allt auðvelt. Músarbendillinn breytist þegar þú ferð yfir eitthvað sem þú getur notað eða gert eitthvað við.
Eftir að þú tekur við fyrirmælum, þarftu einhver vopn. Farðu bara og kauptu, eða steldu (það er betra að kaupa, þar sem það er löglegt). Ekki gleyma, að þú hefur takmarkaðan tíma, svo þú verður að hugsa hratt og finna Vrangor eins hratt og þú getur. Til þess að gera það, ættir þú að semja og múta fólki sem þú hittir. En Vrangor sendir samt sveitir sínar eftir þér, svo að þú ættir að vera tilbúinn að berjast!
Það er allt sem ég hef að segja! Ef það er eitthvað, kíktu á walkthrough-ið!