Þessi leikur gefur þér möguleikann á að spila 9 mismunandi tegundir af pool (einnig þekkt sem snóker), allt frá "US 9 ball" til survivor og hraða-pool. Einnig er möguleiki á að spila eftir bandarískum og breskum reglum, eða að setja upp eigin leik.
Grafíkin er ok, þú getur í rauninni ekki gert kraftaverk með 2d pool leik.. Það er auðvelt að sjá hvaða bolti er hver, og það er eins gott og það gerist. Þegar það kemur að hljóðinu, þá er ekki mikið af þeim í svona leik, en það er píanó-laglína spiluð í setup-inu. Verður frekar pirrandi ef þú tekur þinn tíma við að starta nýjum leik. En kannski er það meiningin...?
Borðið er séð úr lofti, 2D, sem gefur fína yfirsýn. Þegar þú vilt skjóta kúluna hefur þú þægilega línu til að hjálpa þér. Það sýnir hvernig hvíta kúlan mun rúlla fyrir og eftir að hún hittir skotmarkið. Mjög nytsamlegt fyrir byrjendur en ætti að slökkva á því eftir að þú lærir meira.
Semsagt: Skemmtilegur leikur ef þú fílar þennan flokk, en ekki eitthvað sem þú myndir eyða heillri nótt á. Samt, eins og góða abandoned pool leikir er erfitt að finna, þá er þessi mjög gott val.