Another World var einn af þessum leikjum sem fékk mann til að segja „vááááá“ með munninn galopinn. Byrjunin og myndböndin voru ótrúleg á tímanum sem hann var gerður. Stafræn PC hátalara hljóð, hágæða hraðar vigramyndir og flóandi hreyfingar eru aðeins sumt af því sem er í þessum leik. Þú er í hlutverki ungs eðlisfræðings sem er að framkvæma einvers konar prófanir á litlum hlutum. Í miðri prófun, slær eldingu niður í hraðalinn, breytist í einhvers konar bolta og rekst á litlu hlutina. Afleiðingin? Þú birtist skyndilega í öðrum heimi! :) Til að gera hlutina áhugaverðari, þá eru fullt af skrýmslum, skríðandi pöddum og jafnvel geimverum sem gera líf þitt ömurlegt. Leikurinn er hasarbyggður, með smá hlutum að ævintýrum og skipulagningu. Hann er mjög langur, og getur stundum orðið pirrandi í löngum borðum. Á eftir hverju einasta borði, þá færðu kóða til að komast í næsta borð svo að þú þurfir ekki alltaf að spila frá byrjun. Eins og ég hef sagt áður, þá eru grafíkin og hljóðið frábær miðað við tímann sem leikurin er gerður, spilunin er mismunandi og örugg til að halda þér uppteknum í einhvern tíma. Pottþétt verðugur prófunar, þannig að farðu og sæktu hann!