Alone in the Dark er mjög ógnvekjandi og creepy leikur. Sagan og þemað er byggð á verkum H.P. Lovecraft. Í hreinskilni sagt, ég hef aldrei klárað leikinn, því að hann hræddi líftóruna
úr mér. Ég hafði bara ekki taugarnar til þss að spila hann. Það virðist fyndið núna, en reyndu að loka þig inni í dimmu herbergi, stilla hljóðið hátt, og þá skilur þú mig. Kynningin setur upp andrúmsloftið á fullkominn máta, og það byggist upp alveg til enda. Sagan gerist í andsetnu húsi. Manneskja að nafni Jeremy Hartwood dó þar (hugsanlegt sjálfsmorð), og það er þitt verkefni að komast að því hvað gerðist í raun og veru. Þú getur valið á milli tveggja persónna, sem þú munt stýra í gegnum leikinn: Emily Hartwood, sem er frænka Jeremy's, eða Edward Carnby, einkaspæjari. Söguþráðurinn breytist ekkert eftir því hvort þeirra þú velur, og þau hafa sömu eiginleika, svo að það skiptir engu máli hvort þú velur. Þú byrjar ævintýrið uppi á háalofti, því að þú telur þar vera mikilvæga vísbendingu, sem hefur verið falin í gömlu píanói. Þessi leikur fléttar saman ævintýri og arcade. Strax og þú byrjar leikinn,
byrja skrímsli að labba um húsið og elta þig. Eftir því sem erfiðari þú stillir leikinn,
því fleiri skrímsli verða á eftir þér, en þó þú stillir hann á auðvelt, þá eru þau samt voðalega mörg. Það þýðir að þú þarft að hugsa hratt. Þú hefur ekki efni á því að standa og hugsa um hvað þú eigir að gera næst. Í byrjun hefur þú aðeins hendur og fætur til að berjast með, en eftir því sem á líður, finnur þú einnig byssur og sverð til að berjast með.
Meðan þú verð þig fyrir skrímslunum, þarftu einnig að klára upprunalega verkefnið - ráða morðgátuna. Þú getur líklegast giskað á það að þessi leikur er non-stop action fyrir bæði fingur og heilann. En þetta endar ekki bara með frábærri sögu og leikhætti.
Þetta er einnig einn af fyrstu leikjunum sem býður upp á þrívíða grafík sem virkar vel, jafnvel á x386 processors. Það var hægt með því að blanda saman fallegum bakgrunni með ekkert sérstaklega
fallegum polygon persónum. Það er málamiðlun sem varð að gera, en útkoman var undraverð þegar
leikurinn kom út árið 1992. Þú verður að viðurkenna, að þegar þú lítur á skjámyndirnar, að þú myndir segja að leikurinn þyrfti minnst 486x processor. Ég gæti hætt að fjalla um leikinn hérna, en þetta er ekki búið með frábærri grafík og spilunarleiðum. Hljóðin í leiknum stilla stemninguna og mun líklegast gefa þér gæsahúð annað slagið! Nóg sagt. Ef þú ert ekki heilluð/heillaður núna, þá munt þu aldrei heillast! 5 stig að sjálfsögðu, og ég mæli eindregið með leiknum.