Þessi leikur er byggður á hinu geysivinsæla ævintýri um Hróa Hött. Samt sem áður, fyrir þau ykkar sem þekkja ekki söguna um þennan frábæra bogamann og útlaga, ætla ég að fjalla smávegis um söguna.
1. Þér er hent út úr kastalanum þínum af Fógetanum í Nottingham.
2. Þú slæst í hópinn með kátum körlum.
3. Þú verður vinsæll meðal fólksins því þú rænir af þeim ríku og gefur til fátækra.
4. Þú verður útlagi.
5. Heillar dömuna Marian.
6. Vinnur aftur kastalann, drepur fógetann, húrra.
7. Nei, þessi leikur er ekki byggður á neinni af kvikmyndunum (sérstaklega þeim sem Kevin Costner
leikur í).
Hrói Höttur byrjar með skemmtilegri lítilli kynningu þar sem Hrói missir kastalann sinn. Þú tekur stjórn yfir hinum fúla (nei í alvörunni, það er frekar fyndið) Hróa, fyrir utan hliðin. Það gefur manni þá hugmynd að hann sé ekki sá besti, eins og sögurnar segja. Þitt hlutverk er að leiða Hróa á för sinni til að fá aftur kastalann. Þú getur ekki stjórnað honum nákvæmlega, þú klikkar á
stað, en hann fer ekki alltaf alveg á rétta staðinn. Þegar þú bjargar Will Scarlet, til dæmis, þá verður þú að skjóta á mennina sem halda honum með boga. Vistaðu leikinn áður en þú skýtur, því þú ert jafn líklegur til þess að skjóta Will í staðinn fyrir vörðinn... Ehh, fyrigefðu, Will. Þetta er frekar pirrandi, en passar vel með andrúmsloft leiksins.
Leikurinn er spilaður í 3/4 sjónarhorni sem er notað af Populus/Power Monger og nokkrum öðrum hermi-leikjum. Í rauninni hefur leikurinn akkúrat þessa tilfinningu. Þér finnst eins og þú sért að leiða Hróa til sigurs, en ekki eins og þú SÉRT Hrói. Grafíkin er í lakari kantinum, en vel gerð. Allar aðalpersónurnar eru auðkenndar og maður elskar þær strax (það er ógeðslegt, í rauninni). Það eru nokkrar stillimyndir til þess að setja stemninguna fyrir vissa atburði (eins og árstíða-skipti) sem er mjög gott. Semsagt, Hrói Höttur er mjög fínn útlitslega séð.
Hljóðið virkar mjög vel, en það er ekki fullkomið. Boginn gerir lítið "thwip" hljóð þegar þú skýtur af honum, það heyrast hljóð í kastalahliðinu þegar það fer upp og niður, lúðraþytur til að tilkynna komur manna og hengingar, kirkjuklukkur o.s.frv. Það er í rauninni allt, engin industrial tónlist eftir Trent Reznor (enginn lög, reyndar), ekkert "chick-chick" hljóð í byssum, engin hljóð í fólki hlaupandi og öskrandi meðan þau standa í ljósum logum... vá, fyrirgefðu, Quake tók yfirhöndina yfir heilanum mínum í augnablik.
Semsagt, Hrói Höttur er skemmtilegur lítill leikur með skemmtilegum húmor til að halda þér við efnið. Það eru nokkrir hlutir þar sem það er ekki of augljóst hvað þú átt að gera, og þú lendir í því að eyða tíma í að gera ekki neitt, en það er alls ekki of oft og verður aldrei að vandamáli.
Þú getur alltaf æft þig með bogann ef þér leiðist eða hefur ekki hugmynd um hvað þú eigir að gera. Njóttu leiksins!