Abuse



Þó að Abuse virðist við fyrstu sýn vera týpískur skotleikur, þá er það ekki rétt. Jú, þetta lítur út fyrir að vera venjulegur action-leikur og sagan er ekki sérstök heldur, en það sem gerir leikinn sérstakan er persónustjórnun. Ég er nokkuð viss um að þetta sé fyrsti PC leikurinn sem notar bæði músar- og lyklaborðsstjórnun á sama tíma.

Með því að nota lyklaborðið getur þú hreyft persónuna um kortið, meðan þú miðar byssunni með músinni. Útkoman er mjög áhugaverð og það tekur smá tíma að venjast henni, en þetta rennur svo vel að þú munt elska það. Þetta gerir leikinn miklu meira krefjandi, því að þú þarft að samræma marga hluti á sama tíma. Þegar þú nærð þessari tækni, getur þú gert hluti sem þú vissir ekki að væru mögulegir.

Þegar það kemur að söguþræðinum, ekki búast við neinu svakalegu. Hann er einfaldur, ekki mjög hugmyndaríkur, en heldur leiknum gangandi. Þú ert fangi sem eyðir lífi sínu í fangelsi þar sem margvíslegar tilraunir eru gerðar á föngum. Auðvitað, eins og venjulega gerist, þá fer eitthvað úr böndunum, og hræðileg plága sem nefnist ABUSE brýst laus. Allir sýkjast, en af einhverjum óútskýranlegum ástæðum, ert þú ónæmur fyrir því. Þú finnur yfirgefinn bardaga-búning og flýrð fangelsið til að bjarga deginum.

Samt sem áður, það mun ekki verða auðvelt. Jafnvel á auðveldustu stillingum leiksins, er hann mjög erfiður. Ef þú hefur ekki góða þolinmæði og stáltaugar, er þessi leikur pottþétt ekki fyrir þig. Þegar þú ert að flýja, þarftu fyrst að berjast við einhverskonar vélknúið fangelsisvarnar-kerfi, en eftir því sem á líður muntu byrja að hitta alls konar stökkbrettar verur sem er erfitt að drepa. Þú færð mismunandi vopn og betri vopn eftir því sem á líður. Gameplay er frekar einfalt - bara hlaupa um, ýta á rofa og drepa allt sem hreyfist. Ætti að vera nógu einfalt...

Grafík. Jæja, hún er þokkalega gerð, en getur orðið leiðinleg eftir langan tíma. Eiginlega bara myrkur, stál og ryðguð rými og hellar. Ekkert of frábæt eða framúrskarandi, en nógu gott til að halda þér nokkuð áhugasömum í að spila leikinn áfram. Sprengingarnar, skotin, og aðrir sérstakir effektar eru allir vel gerðir, svo það er ekkert athugavert við það.

Hljóðið er mjög drungalegt og passar vel við andrúmsloftið í leiknum. Stökkbreyttu öskrin munu smjúga í gegnum merg og bein, á meðan vélarniðurinn í bakgrunninum heldur þér vakandi allan tímann. Eitt sem mér líkar vel við er að þú heyrir þegar stökkbreyttu verurnar stökkva úr hreiðrum sínum, áður en þú sérð þær. Þetta bætir miklu við andrúmsloftið, þar sem þú stendur oft í miðju herbergi og reynir að sjá hvaðan þær munu ráðast á þig.

Jæja, þú veist nokkurnvegin öll grundvallaratriðin núna. Ef þér líkaði við það sem þú hefur lesið hingað til, þá mæli ég með að þú náir þér í leikinn og prófir hann, ef ekki, sparaðu þér tíma og heimsæktu hluta síðunnar sem geymir annarskonar leiki.


Reviewed by: Kosta Download Abuse | Abandonia

Dear Abandonia visitors: Help us keep Abandonia free with a small donation. Abandonia is like an old gaming arcade with only original games. Abandonia helps you have fun four hours and years. If Abandonia is useful to you, please help us forget fundraising and get back to Abandonia.


When Abandonia was founded it was to collect and present all old games where the copyright protection had been abandoned, hence the term ’abandonware’ and the site name Abandonia.com. We are still keeping the site open and free and will appreciate your support to help it stay that way.

‐ Thank you from the Abandonia Team

We are trying to make it easy for people in every country to donate. Please let us know how we could make it easier for you.

Please give whatever you can to help us.

Amount: Currancy:

or
select language!
English
password:
not a member yet? register here! forgot your password? reset here!

Download Abuse


User Reviews

If you like this game, you will also like

 
genre:
Action
theme:
Futuristic, Sci-Fi,
perspective:
 
genre:
Action
theme:
Futuristic, Sci-Fi,
perspective:
 
genre:
Action
theme:
Medieval,
perspective:
Platform,
 
genre:
Action
theme:
Futuristic, Sci-Fi,
perspective:
 
genre:
Action
theme:
Futuristic, Sci-Fi,
perspective:
 
genre:
Action
theme:
Sci-Fi, Shooter,
perspective:
 
genre:
Action
theme:
Sci-Fi,
perspective:
Platform,
 
genre:
Action
theme:
perspective:
3rd Person,
Ninja Casino Games


Your Ad Here